Þjónusta
Stjórnenda- og Leiðtogaþjálfun

Stjórnendaþjálfun Víðsýni er klæðskerasniðin að hverju fyrirtæki og einstaka stjórnenda/leiðtoga hverju sinni
Andleg og líkamleg næring í styrkjandi gönguferð
Langar þig að samþætta hreyfingu og andlega næringu? Hér er tækifærið!
Vor, sumar, haust og vetur er tilvalinn tími til þess að fara út í náttúruna og hlaða innri rafhlöðu.
Í gönguferð með stjórnendaþjálfa færð þú:
- Að stjórna umræðuefninu
- Aukna orku eftir göngu í náttúrunni
- Að njóta göngunnar með því að tala upphátt og koma skipulagi á hugsanir
- Stjórnendaþjálfa sem hefur hagsmuni þína að leiðarljósi
Ekki hika við að hafa samband til þess að fá frekari upplýsingar.
Að efla sig sem stjórnandi/Leiðtogi
Vilt þú fríska upp á hvað það er sem gerir þig að enn betri stjórnanda/ leiðtoga?
Saman förum við yfir áskoranir og hugmyndir þínar í víðara samhengi og frá nýju sjónarhorni.
Þú færð t.d.:
- Að kynnast verkfærum stjórnendaþjálfunar
- Þú framkvæmir styrkleikagreiningu, SVÓT eða aðra greiningu skv. samkomulagi fyrir þig
- Hlutlaust mat á hvernig þú ert sem stjórnandi/leiðtogi í starfi
- Aðgerðir sem þú vilt framkvæma í til árangurs
- Stuðning eftir þörfum að innleiða þín skref til að verða sá stjórnandi/leiðtogi sem þú vilt vera.
Stjórnenda-Leiðtogaþjálfun er ávallt sniðin að þörfum viðskiptavinarins.
Ekki hika við að hafa samband til þess að fá frekari upplýsingar.
Ráðgjöf - Vinnustofur - Fyrirlestrar
Mannauðsráðgjöf
Er klæðskerasniðin að þörfum vinnustaðar hverju sinni.
Þjónustan getur t.d. verið:
- Þarfagreining á stöðu fyrirtækisins í mannauðsmálum
- Uppbygging helstu ferla í mannauðsmálum
- Þróun núverandi mannauðsferla
- Aðstoð við stjórnendur í ýmsum málefnum tengdum mannauði fyrirtækisins
- Þjálfun stjórnenda til að verða enn betri í starfi
- Sálrænt öryggi, menning og samskipti vinnustaðar
- Aðstoð við ráðningar, starfsþróun, starfslok
- Innleiðingarferli fyrir Jafnlaunastaðal ÍST85:2012
- Aðstoð við að taka erfið samtöl
Ekki hika við að hafa samband til þess að fá frekari upplýsingar.
Vinnustofur - hópefli
Á vinnustofum gefst tækifæri til þess að ræða saman sem heild fyrirfram ákveðið viðfangsefni og komast að niðurstöðu. Vinnustofu má nýta sem tækifæri til þess að efla, styrkja og takast á við breytingar. Vinnustofa er gott tækifæri fyrir hópa og teymi til þess að finna sameiginlega fleti á verkefnum og vera sammála. Spegla ólík sjónarmið með virðingu fyrir öllum með endamarkmið að leiðarljósi til þess að komast að niðurstöðu.
Vinnustofur eru einnig sérsniðnar að þörfum viðskiptavinarins.
Víðsýni hefur haldið vinnustofu/hópefli m.a. um:
- Breytingarstjórnun
- Að þjappa saman hópinn
- Innleiða markþjálfun í stjórnendahóp
- Gera enn betur í fyrirtækjamenningu
Ekki hika við að hafa samband til þess að fá frekari upplýsingar.
Fyrirlestrar
Fyrirlestrar eru ávallt sérsniðnir að þörfum hvers fyrirtækis/teymis sem óskar eftir fyrirlestri. Víðsýni hefur m.a. haldið fyrirlestur um:
- Grósku vs. Festni hugarfar
- Breytingarstjórnun
- Áhættu og einkenni kulnunar í starfi
- Vinna og einkalíf - hvar eru skilin?
Ekki hika við að hafa samband til þess að fá frekari upplýsingar.
Námskeið
Bættu aðferðafræði markþjálfunar við verkfærakistu þína
Aðferðafræði markþjálfunar er verkfæri sem allir stjórnendur þurfa hafa í verkfærakistu sinni.
Ávinningur þinn
Á þessu námskeiði gefst tækifæri til þess að skoða í verkfærakistu þína sem stjórnandi og bæta í hana úr aðferðafræði markþjálfunar og vita hvenær er gott að beita henni en ekki öðrum verkfærum.
Ekki hika við að hafa samband til þess að fá frekari upplýsingar.
Leiðtogi í eigin lífi - Þín ábyrgð þitt líf
Þú sem einstaklingur lærir á þitt jafnvægi milli vinnu og einkalífs áður en þú missir tökin. Farið er yfir stress, álag og hvar jafnvægið liggur hjá hverjum og einum. Hvað einkennir þitt jafnvægi í lífinu og hvernig ert þú leiðtoginn í þínu lífi?
Ávinningur þinn
Viðeigandi verkfæri innleidd til þess að fyrirbyggja að of mikil streita og stress nái tökum á lífi þínu. Styrkir þig í að vera þinn leiðtogi í lífinu.
Ekki hika við að hafa samband til þess að fá frekari upplýsingar.
Varanlegar breytingar með breyttu hugarfari
Á námskeiðinu verður farið yfir með ýmsum verkfærum hvernig innleiða á góðar breytingar og fylgja þeim eftir til að varanlegur árangur náist.
Á námskeiðinu er m.a. fjallað um
- Eigið hugarfar og innri gagnrýni
- Hugarfar grósku kynnt og hvernig má nýta það
- Hvernig við skoðum sjálfsmyndina og hver er ávinningurinn af því að horfa inn á við
- Hvernig við vinnum með gildi til að öðlast skýrari sýn á hvert skal stefna
- Ólík hlutverk í lífinu og væntingastjórnun okkar og annarra
- Hvernig við getum betur staðið með okkur sjálfum
- Ávinninginn af því að finna hreyfingu sem gefur orku og endurheimt
- Ýmis verkfæri til þess að greina helstu streituvalda og álag og hvað er hægt að gera til að bregðast við því
Ávinningur þinn
- Skýrari sýn á forgangsröðun í lífinu
- Aukið rými til þess að skoða eigin fókus og áherslur
- Bætt sjálfsmynd og innra öryggi fyrir framtíðina
- Leiðir til að eiga við innri gagnrýnandann
- Kemur hreyfingu inn í lífið sem hluta af daglegri rútínu
- Geta til þess að innleiða og viðhalda varanlegum breytingum í eigin lífi
- Framtíðar markmiðasetning og raunhæft aðgerðarplan fyrir árið 2023
Ekki hika við að hafa samband til þess að fá frekari upplýsingar.